Mærudagar 2014
Málsnúmer 201404042
Vakta málsnúmerFræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 36. fundur - 14.04.2014
Fræðslu- og menningarnefnd felur fræðslu- og menningarfulltrúa að ganga frá samningi við Húsavíkurstofu vegna framkvæmdar Mærudaga sumarið 2014, fjárframlag Norðurþings verði í samræmi við samþykkta fjárhagsáætlun.
Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 41. fundur - 15.10.2014
Einar Gíslason forstöðumaður Húsavíkurstofu og verkefnisstjóri Mærudaga 2014 mætti á fundinn. Einar kynnti skýrslu verkefnisstjóra og uppgjör vegna Mærudaga 2014. Fræðslu- og menningarnefnd þakkar Einari vel unnin störf í þágu Mærudaga. Einar Gíslason vék af fundi kl. 12:20.