Stofnun sjálfseignarstofnunar um rannsóknarstöð á Raufarhöfn
Málsnúmer 201404043
Vakta málsnúmerBæjarráð Norðurþings - 102. fundur - 10.04.2014
Fyrir bæjarráði liggur erindi um stofnun rannsóknarstöð á Raufarhöfn. Um er að ræða sjálfseignastofnun með aðkomu Náttúrufræistofnunar Íslands, Háskóla Íslands, Náttúrustofu Norðausturlands, Norðurþingi og Landbúnaðarháskóla Íslands. Óskað er eftir því að Norðurþing skipi einn fulltrúa í fyrirhugaða stjórn stofnunarinnar. Bæjarráð samþykkir að taka þátt í stofnun sjálfseignarstofnunarinnar og tilnefnir Níels Árna Lund sem fulltrúa sveitarfélagsins.