Átak í lækkun orkukostnaðar á Raufarhöfn
Málsnúmer 201404068
Vakta málsnúmerFramkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 40. fundur - 23.04.2014
Fyrir framkvæmda- og hafnanefnd liggur erindi frá Kristjáni Þ. Halldórssyni f.h. Byggðastofnunar. Fram kemur í erindinu að um nokkurt skeið hafi verið unnið að undirbúningi verkefnis um sérstakt átak í lækkun orkukostnaðar í "Brotthættum byggðum" af hálfu Orkuseturs, Orkustofnunar með stuðningi Byggðastofnunar. Væntingar aðila eru að sveitarfélagið sjái hag sinn í því að vera aðila að verkefninu. Ákveðið hefur verið að hefja átakið á Raufarhöfn í sumar ef áhugi er fyrir hendi og halda svo áfram í öðrum byggðarlögum á næsta ári ef reynslan gefur tilefni til.Óskað er eftir þátttöku Norðurþings í verkefninu og þá ekki síst hvort sveitarfélagið gæti farið í orkusparandi aðgerðir í einni eða fleiri eignum sínum á Raufarhöfn með stuðningi frá átaksverkefninu. Ef áhugi er fyrir hendi er gott að fá upplýsingar um viðkomandi eignir sem fyrst þannig að hægt verði að skipuleggja framgang verkefnisins. Þess má geta að endurbætur sem snúa að bættri orkunýtingu húsnæðis hafa margvísleg áhrif t.a.m. lækkun orkukostnaðar, aukin verðmæti húsnæðis og líkur á búsetu, skapa tímabundna atvinnu og umfang á svæðinu, lækka niðurgreiðsluþörf ríkisins og að lokum auka samkeppnishæfni húsnæðis gagnvart jarðhitakyntu húsnæði. Framkvæmda- og hafnanefnd þakkar bréfritara fyrir erindið og telur það áhugavert og jákvætt. Jafnframt er óskað eftir frekari upplýsingum um kostnað þegar hann liggur fyrir.
Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 41. fundur - 14.05.2014
Fyrir framkvæmda- og hafnanefnd liggur erindi sem tekið var fyrir á 40. fundi nefndarinnar en í afgreiðslu fundarins var óskað eftir frekari upplýsingum um málið m.a. kostnað. Borist hafa svör en þar kemur fram að átaksverkefnið er hugsað sem ráðgjöf og styrkir vegna orkusparandi framkvæmda á Raufarhöfn. Kostnaður ræðst af umfangi hverrar framkvæmdar og því alfarið á hendi húseiganda að ákveða umfangið og þar með kostnaðinn. Aftur á móti mun "verkefnið" með þátttöku Orkustofnunar/Orkuseturs geta veitt styrki til endurgreiðslu hluta kostnaðar. Upphæðir styrkja ráðast í fyrsta lagi af eðli og upphæð kostnaðar og einnig af fjölda umsækjanda. Væntanlega yrði miðað við að styrkupphæð verði að hámarki helmingur af efniskostnaði og flutningskostnaði. Glerskipti og þakeinangrun er tiltölulega einföld verkefni í framkvæmd. Klæðning er hinsvegar eftirsóknarverð með tilliti til sjónrænna áhrifa. Enn fremur koma önnur verkefni til greina, t.d. varmadælur.Það er vonast eftir að sveitarfélagið Norðurþing sjái sér fært að taka þátt í verkefninu með því að skipleggja viðhald á einhverjum húseigna sinna á Raufarhöfn og nýta þannig aukið tækifæri til endurgreiðslu kostnaðar, umfram það sem þegar er í gildi varðandi tímabundna auka endurgreiðslu virðisaukaskatts og fyrirframgreiðslu niðurgreiðslna á rafmangi skv. almennum reglum.Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir að taka þátt í verkefninu og ein eign í eigu sveitarfélagsins verði tekin út sem fallið geti að verkefninu að upphæð allt að 1 mkr. á árinu 2014. Ráðhúsið gæti hentað vel.