Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, 495. mál til umsagnar
Málsnúmer 201404079
Vakta málsnúmerBæjarráð Norðurþings - 105. fundur - 08.05.2014
Fyrir bæjarráði liggur til umsagnar frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þingsályktunartillaga um fjögurra ára samgönguáætlun 2013 - 2016 - 495. mál. Bæjarráð Norðurþings leggur áherslu á að Húsavíkurflugvöllur í Aðaldal verði hluti af grunnneti samgönguáætlunar og að búnaður vallarins fullnægi öryggiskröfum.