Norðurþing - Gott samfélag
Málsnúmer 201405011
Vakta málsnúmerBæjarráð Norðurþings - 105. fundur - 08.05.2014
Fyrir bæjarráði liggur skýrsla starfshóps sem m.a. sitja fulltrúar stjórnslýslu Norðurþings, fulltrúar frá skólum á Húsavík og fulltrúar frá löggæslunni. Hópurinn hittist í tvígang í janúar 2014 á formlegum fundum til að ræða það ástand sem fólk upplifir í samfélaginu. Aðilar eru sammála um að í samfélaginu megi greina ákveðna veikleika og að leita þurfi leiða til að snúa þróun á betri veg. Félagsmálastjóra, tómstunda- og æskulýðsfulltrúa og fræðslu- og menningarfulltrúa var falið að móta tillögu að mögulegum lausnum eða verkefnum. Leitað var samstarfs við Byggaðstofnun, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Rannsóknar- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri (RHA) um samfélagslegt verkefni sem miðar að því að vinna að þeim þáttum sem nefndir eru hér að framan. Fyrir liggur skýrsla þar sem fram koma tillögur að tveimur verkþáttum (pilot-testing) sem unnt er að vinna að. Bæjarráð telur að verkefnið "Norðurþing - gott samfélag" sé áhugavert en telur rétt að ákvörðun um að hrinda því af stað verði frestað.