Afrit af bréfi EFS til Ríkiskaupa vegna útboðs á endurskoðun Norðurþings
Málsnúmer 201405016
Vakta málsnúmerBæjarráð Norðurþings - 105. fundur - 08.05.2014
Fyrir bæjarráði liggur afrit af bréfi frá EFS til Ríkiskaupa vegna útboðs á endurskoðun Norðurþings. Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga (EFS) er með bréfinu að óska eftir frekari skýringum á einstökum atriðum sem fram koma í útboðslýsingu. Einnig er óskað eftir sjónarmiðum Ríkiskaupa varðandi einstök efnisatriði í útboðslýsingu. Friðrik óskar bókað:Mikið er ánægjulegt að sjá að ríkisstofnanir hafi tíma til að skrifast á. Lagt fram til kynningar.