Félagsheimilið Heiðarbær, samningur um endurbætur og viðhald
Málsnúmer 201405021
Vakta málsnúmerBæjarráð Norðurþings - 105. fundur - 08.05.2014
Fyrir bæjarráði liggur samkomulag um viðhald og endurbætur á Heiðarbæ. Fram kemur í samkomulaginu að sveitarfélagið Norðurþing muni leggja andvirði sölu eigna í Hafralækjaskóla til endurbóta í Heiðarbæ. Söluandvirðið er um 18 milljónir króna. Verkefnið mun dreifast á þrjú ár og framlag hvers árs vera um 6 milljónir króna. Samkvæmt samkomulaginu er þessum fjármunum eingöngu ætlað til viðhalds og endurbóta. Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samkomulag.