Fara í efni

Borgarhólsskóli,starfsáætlun og skóladagatal 2014 - 2015

Málsnúmer 201405027

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 37. fundur - 13.05.2014

Fulltrúar Borgarhólsskóla, Þórgunnur Reykjalín Vigfúsdóttir skólastjóri og Kolbrún Ada Gunnarsdóttir fulltrúi kennara mættu á fundinn. Katý Bjarnadóttir áheyrnarfulltrúi Tjörneshrepps mætti á fundinn.Þórgunnur gerði grein fyrir skóladagatali Borgarhólsskóla vegna skólaársins 2014 - 2015. Fræðslu- og menningarnefnd staðfestir skóladagatalið með fyrirvara um að ekki verði gerðar athugasemdir af hálfu skólaráðs. Skólastjóri fór yfir helstu áform varðandi starfsáæltun skólaársins en áætlunin er í vinnslu.

Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 49. fundur - 13.05.2015

Fulltrúar Borgarhólsskóla, Þórgunnur R. Vigfúsdóttir skólastjóri, Kolbrún Ada Gunnarsdóttir fulltrúi kennara, Eyrún Ýr Tryggvadóttir fulltrúi foreldra og Katý Bjarnadóttir áheyrnarfulltrúi Tjörneshrepps mættu á fundinn.


Fyrir fundinum liggur erindi skólastjóra Borgarhólsskóla þar sem að óskað er eftir námskeiðsdegi fyrir kennara í maí vegna undribúnings fyrir breytta kennsluhætti og teymiskennslu. Kennsla fellur niður umræddan dag.
Fræðslu- og menningarnefnd samþykkir umbeðna breytingu á skóladagatali.