Grunnskóli Raufarhafnar, breyting á skóladagatali 2013-2014
Málsnúmer 201405033
Vakta málsnúmerFræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 37. fundur - 13.05.2014
Fulltrúar Grunnskóla Raufarhafnar Frida Elisabeth Jörgensen skólastjóri, María Sveinsdóttir fulltrúi kennara og Anna Romanska fulltrúi foreldra mættu á fundinn í fjarfundi frá Raufarhöfn. Frida Elisabeth kynnti breytingu á skóladagatali Grunnskólans á Raufarhöfn en vegna 50 ára afmælis skólahússins var árshátíð skólans frestað til 30. mai og hún haldin í tengslum við afmælishátíð skólahússins sem verður þann 31. maí. Breytingin er gerð í fullu samráði við skólasamfélagið á Raufarhöfn og án athugasemda frá skólaráði. Fræðslu- og menningarnefnd staðfestir umrædda breytingu.