Grunnskóli Raufarhafnar, sumaropnun leikskóla
Málsnúmer 201405037
Vakta málsnúmerFræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 37. fundur - 13.05.2014
Frida Elisabeth lagði fram erindi þar sem að fram kemur að vegna aukins fjölda barna á leikskóla er þörf fyrir þjónustu leikskóla sumarið 2014. Frida óskar eftir heimild til sumaropnunar, kostnaður vegna sumaropnunar er um kr. 700.000 og er óskað eftir viðbótarframlagi til að mæta þeim kostnaði. Fræðslu- og menningarnefnd samþykkir fyrirliggjandi tillögu en ítrekar að ekki er unnt að kalla eftir viðbótarfjárheimildum til málaflokksins. Á fjárhagslið 04-591, aðrir skólar og fræðslustarfsemi, er svigrúm til hagræðingar, komi til fjárþarfar vegna sumaropnunar leikskóla á Raufarhöfn verði henni mætt með tilfærslu fjármagns af þeim lið. Fræðslu- og menningarnefnd þakkar skólastjórnendum og starfsfólki ánægjulegt samstarf á kjörtímabilinu. Fulltrúar Grunnskóla Raufarhafnar viku af fundi kl. 18:10