Gentel Giants Hvalaferðir kærir afgreiðslu Skipulags- og byggingarnefndar til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála
Málsnúmer 201405073
Vakta málsnúmerBæjarráð Norðurþings - 107. fundur - 28.05.2014
Fyrir bæjarráði liggur beiðni frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, mál nr. 44/2014, vegna kæru Gentle Giants-Hvalaferða ehf. vegna höfnunar stöðuleyfis torgsöluhúss, palls og veitingatjalds á þaki Hafnarstéttar 7 á Húsavik. Fram kemur í kæru Gentle Giants-Hvalaferða ehf., að þess er krafist að frestað verði réttaráhrifum ákvörðunar skipulags- og byggingarnefndar Norðurþings frá 23. apríl 2014 þannig að kæranda verði ekki skylt að fjarlægja torgsöluhús, pall og veitingatjald sem staðsett er á þaki Hafnarstéttar 7 á Húsavík fyrir 1. júní 2014. Þess er krafist að stöðvunin vari á meðan kærumál þetta er til meðferðar fyrir úrskurðarnefndinni sbr. 5. gr. laga nr. 130/2011, um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála. Í bréfi Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála fylgir kæra Gentle Giants-Hvalaferða ehf., ásamt fylgigögnum. Vegna framkominnar kröfu um stöðvun framkvæmda er farið fram á að úrskurðarnefndin fái í hendur gögn er málið varðar fyrir 3. júní n.k. og er sveitarfélaginu gefinn kostur á að tjá sig um kröfuna til sama tíma. Frestur til að gera athugasemdir vegna kærunnar að öðru leyti er 30 dagar frá dagsetningu þessarar tilkynningar, sbr. 5. mgr. 4 gr. laga nr. 130/2011 um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.Jafnframt er óskað eftir upplýsingum um lóðahafa að Hafnastétt 7 til að veita honum andmælarétt. Bæjarráð felur bæjarstjóra í samvinnu við lögmann sveitarfélagsins að afla gagna og annast nauðsynleg samskipti við Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála vegna kærunnar.