Tilboð um samning um fébætur vegna langninar háspennulínu í landi Norðurþings
Málsnúmer 201406083
Vakta málsnúmerBæjarráð Norðurþings - 109. fundur - 03.07.2014
Fyrir bæjarráði liggur fyrir drög að samningi milli Landsnets hf., og Norðurþings vegna greiðslu fébóta fyrir langingu 220 kV háspennulínu, Þeystareykjalína 1, og ljósleiðara sem lögð verða í landi sveitarfélagsins sem og fyrir umsamin afnot af landi Húsavíkur undir 37 stauravirki vegna rafmagnslínunnar, ljósleiðara og vegslóða samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti. Samkvæmt samningnum mun Landsnet hf. skuldbinda sig til að jafna allt jarðrask að framkvæmdum loknum. Allur frágangur skal vera til fyrirmyndar. Þar sem ekki reynist unnt að skila landi í sama ástandi og áður, skal haft samráð við landeiganda um lokafrágang. Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samningsdrög.