Pálína Margrét Poulsen óskar eftir að eignast Ásgötu 10, Raufarhöfn
Málsnúmer 201407043
Vakta málsnúmerFramkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 43. fundur - 17.09.2014
Pálína Margrét Poulsen lýsir með bréfi yfir áhuga sínum á að eignast húsið Ásgötu 10 á Raufarhöfn með það fyrir augum að gera það upp. Hún vill gera samning við sveitarfélagið þar um. Í bréfinu gerir hún nánari grein fyrir því hvernig hún hugsar sér að innhald slíks samnings. Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir að selja Pálinu M. Poulsen húseignina. Skal kaupverðið taka mið af sölukostnaði og í kaupsamningi skulu koma fram kvaðir um endurbætur á þremur árum frá undirritun kaupsamnings. Undir þessum lið sat Guðbjartur Ellert Jónsson, starfandi umsjónarmaður fasteigna Norðurþings.