Áhersluatriði Tómstunda- og æskulýðsnefndar á kjörtímabilinu.
Málsnúmer 201407073
Vakta málsnúmerTómstunda- og æskulýðsnefnd Norðurþings - 32. fundur - 05.08.2014
Tómstunda- og æskulýðsnefnd kom saman og fór yfir ýmis málefni er tengjast sviðinu. M.a. mannvirkjastefnu, tómstundastarf, málefni nýrra íbúa o.fl..Tómstunda- og æskulýðsnefnd ákveður að skipa Örlyg Hnefil Örlygsson, Aðalbjörn Jóhannsson, Jóhönnu Kristjánsdóttur og Kristján Þór Magnússon í vinnuhóp er varðar Heilsuárið 2015 í Norðurþingi.Tómstunda- og æskulýðsnefnd ákveður að sumaropnunartími Sundlaugar Húsavíkur verði til 31.ágúst. Tómstunda- og æskulýðsfulltrúa falið að vinna greinargerð með tillögur að breyttum opnunartíma.Tómstunda- og æskulýðsnefnd leggur það til við Bæjarráð Norðurþings að útbúinn verði upplýsingapakki með hagnýtum upplýsingum fyrir nýja íbúa sveitarfélagsins og settur á heimasíðu Norðurþings.