Viðbragðsáætlanir Mílu varðandi mögulegar náttúruhamfarir sem kunna að hafa áhrif á fjarskipti í Norðurþingi
Málsnúmer 201408056
Vakta málsnúmerBæjarráð Norðurþings - 115. fundur - 04.09.2014
Fulltrúar Mílu fóru yfir og kynntu viðbragðsáætlun varðandi mögulegar náttúruhamfarir sem kunna að hafa áhrif á fjarskipti í sveitarfélaginu. Kynningin var ítarleg og góð og sýnir að fyrirtækið er vel undirbúið og skipulagt þegar kemur að áætlun um að halda uppi fjarskiptum komi til náttúruhamfara.Bæjarráð þakkar fulltrúum Mílu fyrir góða kynningu.