Fulltrúar Björgunarsveitarinnar Garðars, kynning
Málsnúmer 201409063
Vakta málsnúmerBæjarráð Norðurþings - 117. fundur - 18.09.2014
Á fund bæjarráðs mættur fulltrúar Björgunarsveitarinnar Garðars á Húsavík, þeir Júlíus Stefánsson, formaður og Ástþór Stefánsson, ritari og fóru þeir yfir og kynntu stöðu félagsins en þar kemur fram ósk félagsins um fjárstuðning með samningi til fjögurra ára. Óskað er eftir að styrktarframlag verði aukið úr 900.000.- í 1.500.000.- krónur á ári. Jafnframt verði lagt til sérstakt framlag vegna nýliðunar og starfsemi Unglingadeildar Náttfara sem nemi 1.500.000.- árlega. Árlegt framlag til endurnýjunar á bílum, bátum og öðrum tækjabúnaði verði 2,500.000.- til 3.000.000.- árlega. Með þessum framlögum getur Björgunarsveitin Garðar sinnt því hlutverki sem henni er markað í samfélaginu og jafnframt tryggt nægt framboð af nýliðum ásamt því að hafa nýlegan tækjabúnað til halds og trausts. Bæjarráð þakka fulltrúum björgunarsveitarinnar fyrir kynninguna. Bæjarráð vísar beiðninni til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015.