Velferðarráðuneytið, úthlutun úr Framkvæmdasjóði aldraðra 2014
Málsnúmer 201409104
Vakta málsnúmerBæjarráð Norðurþings - 118. fundur - 02.10.2014
Fyrir liggur tilkynning frá Velferðarráðuneytinu, en að fenginni tillögu stjórnar Framkvæmdasjóðs aldraðra, hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að veita framlag til framkvæmda til endurbóta á austur- og miðálmu húsnæðis Dvalarheimilis aldraðra sf. á Húsavík. Framlagið verður greitt út í tvennu lagi. Fyrri helmingur verður greiddur út í október 2014 en síðari helmingurinn verður greiddur út þegar lokaúttekt hefur verið gerð. Lagt fram til kynningar.