Lánasamningur milli Lánasjóðs sveitarfélaga og Norðurþings
Málsnúmer 201410006
Vakta málsnúmerBæjarstjórn Norðurþings - 40. fundur - 03.10.2014
Fyrir bæjarstjórn liggur lánasamningur milli Lánasjóðs sveitarfélaga og Norðurþings vegna endurfjármögnunar á eignarhlut sveitarfélagsins í Sorpsamlagi Þingeyinga ehf. Upphæð lánasamningsins er í samræmi og samkvæmt eignarhlut Norðurþings í félaginu. Bæjarstjórn Norðurþings samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 197.950.000.- krónur til 8 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggja fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mbr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að endurfjármagna hluta Sorpsamlags Þingeyinga ehf., sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006. Jafnframt er Kristjáni Þór Magnússyni, kt. 120279-44599, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Norðurþings að undirrita lánasamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari. Fyrirliggjandi lánasamningur samkvæmt ofanrituðu samþykktur samhljóða.