Rifós hf. sækir um stöðuleyfi fyrir tvo 40 feta gáma sem ætlaðir eru undir rafstöðvar
Málsnúmer 201410052
Vakta málsnúmerSkipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 121. fundur - 14.10.2014
Óskað er eftir stöðuleyfi fyrir tvo 40 feta gáma sem ætlaðir eru undir rafstöðvar á lóð fyrirtækisins við Lón í Kelduhverfi. Meðfylgjandi umsókn er rissmynd af afstöðu og ljósmynd af gámunum. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að veitt verði stöðuleyfi fyrir rafstöðvargámunum til eins árs með því skilyrði að þeir verði snyrtilega málaðir í lit sem fellur að umhverfinu.
Bæjarstjórn Norðurþings - 41. fundur - 21.10.2014
Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu erindi sem tekið var fyrir á 121. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar. "Óskað er eftir stöðuleyfi fyrir tvo 40 feta gáma sem ætlaðir eru undir rafstöðvar á lóð fyrirtækisins við Lón í Kelduhverfi. Meðfylgjandi umsókn er rissmynd af afstöðu og ljósmynd af gámunum. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að veitt verði stöðuleyfi fyrir rafstöðvargámunum til eins árs með því skilyrði að þeir verði snyrtilega málaðir í lit sem fellur að umhverfinu."
Fyrirliggjandi tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða.
Fyrirliggjandi tillaga skipulags- og byggingarnefndar samþykkt samhljóða.