Innanríkisráðuneyti, drög að reglugerð um umdæmamörk og starfsstöðvar nýrra lögregluembætta og sýslumannsembætta til umsagnar
Málsnúmer 201410059
Vakta málsnúmerBæjarráð Norðurþings - 119. fundur - 16.10.2014
Fyrir bæjarráði liggja til umsagnar frá Innanríkisráðuneytinu drög að reglugerð um umdæmamörk og starfsstöðvar nýrra lögregluembætta og sýslumannsembætta. Í framlögðum drögum að reglugerðum um umdæmi sýslumanna og lögreglu, er unnið út frá þeirri meginreglu yfir allt landið að innan hvers landshluta fyrir sig sé aðalskrifstofa sýslumanns og lögreglustjóra á sitt hvorum staðnum innan héraðs. Á Norðausturlandi er þessi stefna útfærð í áðurnefndum drögum þannig að lögreglustjóri fyrir svæðið muni starfa á Akureyri og aðalskrifstofa sýslumanns verði á Húsavík. Þegar hafa verið ráðnir embættismenn í bæði störf yfirmanna þessara stofnana á þessum forsendum. Bæjarráð Norðurþings gerir ekki athugasemd við þessa stefnu dómsmálaráðherra og innanríkisráðherra, enda hefur hún legið fyrir um nokkurn tíma og verið kynnt vel fyrir íbúum og sveitarstjórnum.