Fyrir bæjarráði liggur erindi til umfjöllunar vegna eflingar á millilandaflugi á Norðausturlandi. Bæjarráð tekur undir ályktun aðalfundar SSA sem haldinn var í Fjarðarbyggð í september þar sem stjórnin hvetur stjórnvöld til að auka stuðning við uppbyggingu ferðaþjónustu og grunnstoðir hennar sem sannarlega hefur skilað árangri og skipt sköpum fyrir þessa atvinnugrein. Mikilvægt er að byggt verði á þeim góða árangri sem þegar hefur náðst og að markvisst verði unnið að því að dreifa auknum fjölda ferðamanna um landið allt. Liður í þeirri viðleitni er að markaðssetja Egilsstaðaflugvöll til erlendra flugfélaga sem valkost við Keflvíkurflugvöll. Bæjarráð Norðurþings áréttar við stjórnvöld mikilvægi þess að fleiri en ein fluggátt fyrir alþjóðaflug sé inn í landið vegna aukningar ferðamanna og ekki síst öryggisins vegna. Á Norðausturlandi eru tveir millilandaflugvellir, lítið nýttir sem slíkir, en full ástæða er til að nýta þá betur með stuðningi stjórnvalda.
Bæjarráð tekur undir ályktun aðalfundar SSA sem haldinn var í Fjarðarbyggð í september þar sem stjórnin hvetur stjórnvöld til að auka stuðning við uppbyggingu ferðaþjónustu og grunnstoðir hennar sem sannarlega hefur skilað árangri og skipt sköpum fyrir þessa atvinnugrein. Mikilvægt er að byggt verði á þeim góða árangri sem þegar hefur náðst og að markvisst verði unnið að því að dreifa auknum fjölda ferðamanna um landið allt. Liður í þeirri viðleitni er að markaðssetja Egilsstaðaflugvöll til erlendra flugfélaga sem valkost við Keflvíkurflugvöll.
Bæjarráð Norðurþings áréttar við stjórnvöld mikilvægi þess að fleiri en ein fluggátt fyrir alþjóðaflug sé inn í landið vegna aukningar ferðamanna og ekki síst öryggisins vegna. Á Norðausturlandi eru tveir millilandaflugvellir, lítið nýttir sem slíkir, en full ástæða er til að nýta þá betur með stuðningi stjórnvalda.