Úttekt á fjárhagslegri stöðu, stjórnsýslu og mannauðsmálum í Norðurþingi
Málsnúmer 201411007
Vakta málsnúmerBæjarráð Norðurþings - 121. fundur - 06.11.2014
Verksamningur yrði gerður um:
Úttekt á fjárhagslegri stöðu Norðurþings, bæði rekstri og fjárhag fyrir A og B hluta, og bera saman við valin sveitarfélög, m.a. með þekktum kennitölum úr rekstri.
Úttekt á stjórnsýslu/stjórnskipan Norðurþings og bera saman við valin sveitarfélög.
Úttekt á mannauðsmálum og stefnu Norðurþings í þeim efnum
Vinna að tillögum að viðbrögðum og/eða aðgerðum til úrbóta við alla ofangreinda þáttum. Leitað verði tilboðs/tilboða í ofangreinda vinnu og lagt fyrir bæjarráð á ný ásamt greinargerð með verklýsingu og tímaáætlun.
Úttekt á fjárhagslegri stöðu Norðurþings, bæði rekstri og fjárhag fyrir A og B hluta, og bera saman við valin sveitarfélög, m.a. með þekktum kennitölum úr rekstri.
Úttekt á stjórnsýslu/stjórnskipan Norðurþings og bera saman við valin sveitarfélög.
Úttekt á mannauðsmálum og stefnu Norðurþings í þeim efnum
Vinna að tillögum að viðbrögðum og/eða aðgerðum til úrbóta við alla ofangreinda þáttum. Leitað verði tilboðs/tilboða í ofangreinda vinnu og lagt fyrir bæjarráð á ný ásamt greinargerð með verklýsingu og tímaáætlun.
Bæjarráð Norðurþings - 123. fundur - 20.11.2014
Fyrir bæjarráði liggur til umfjöllunar tvö tilboð í gerð úttektar á rekstrar- og fjárhagslegri stöðu Norðurþings, bæði A- hluta og B- hluta. Í því sambandi verði gerður samanburður við nokkur sérvalin sambærileg sveitarfélög.
Bæjarráð samþykkir að farið verði í verkefnið og felur bæjarstjóra að ganga frá verksamningi við annan hvorn aðilann.
Bæjarráð samþykkir að farið verði í verkefnið og felur bæjarstjóra að ganga frá verksamningi við annan hvorn aðilann.
Bæjarráð samþykkir tillöguna og óskar eftir að tilboð verði lögð fram á næsta fundi