Fara í efni

Hildur Jóhannsdóttir og Jón Guðmundsson, Leirhöfn óska eftir leyfi til að skipta landi út úr jörðinni og stofna sem séreign

Málsnúmer 201411013

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 122. fundur - 18.11.2014

Óskað er eftir samþykki fyrir stofnun sjálfstæðs jarðarhluta út úr Leirhöfn (lnr. 154.185). Jarðarhlutinn verði ekki hnitsettur á þessu stigi en teldist 5% af óskiptu landi Leirhafnarjarðarinnar í heild. Lagt er til að heiti nýs lands verði Leirhöfn II.Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjastjórn að fallist verði á útskiptingu landsins fyrir hönd sveitarfélagsins og jafnframt það nafn á jarðarhlutann sem umsækjandi tilgreinir.

Bæjarstjórn Norðurþings - 42. fundur - 25.11.2014

Fyrir bæjarstjórn liggur erindi frá 122. fundi skipulags- og byggingarnefndar til afgreiðslu: Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar:

"Óskað er eftir samþykki fyrir stofnun sjálfstæðs jarðarhluta út úr Leirhöfn (lnr. 154.185). Jarðarhlutinn verði ekki hnitsettur á þessu stigi en teldist 5% af óskiptu landi Leirhafnarjarðarinnar í heild. Lagt er til að heiti nýs lands verði Leirhöfn II.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjastjórn að fallist verði á útskiptingu landsins fyrir hönd sveitarfélagsins og jafnframt það nafn á jarðarhlutann sem umsækjandi tilgreinir."


Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu skipulags- og byggingarnefndar samhljóða.