Verkfall tónlistarkennara, staða mála
Málsnúmer 201411051
Vakta málsnúmerBæjarráð Norðurþings - 123. fundur - 20.11.2014
Bæjarráð lýsir áhyggjum af verkfalli tónlistarkennara í Norðurþingi. Menntun í tónlist er mikilvægur þáttur í skólastarfi sveitarfélagsins Norðurþings og hafa m.a. verið verið stigin merk skref í þróun samstarfs grunn- og tónlistarskóla á landsvísu í skólum sveitarfélagsins. Í ljósi þessa er sérstaklega óheppilegt fyrir sveitarfélagið Norðurþing og tónlistarnemendur að kjaradeilan dragist á langinn. Samband íslenskra sveitarfélaga er lögbundinn kjarasamningsaðili við tónlistarkennara og hvetur bæjarráð bæði tónlistarkennara og samninganefndina til að finna lausn á deilunni.