Málaflokkar 03 04 og 05 fjárhagsrammar 2014
Málsnúmer 201411052
Vakta málsnúmerFræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 43. fundur - 19.11.2014
Rekstur málaflokka 03 og 04 rúmast með hagræðingu innan þess fjárhagramma sem að úthlutað er. Fræðslu- og menningarnefnd óskar eftir því við bæjarráð að fjárhagsrammi málaflokks 05 - menningarmál verði rýmkaður í kr. 50.000.000 til að geta staðið vörð um störf og þjónustu á sviðinu.
Bæjarráð Norðurþings - 123. fundur - 20.11.2014
Fyrir bæjarráði liggur til umfjöllunar erindi frá félags- og menningarnefnd. Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar:
"Rekstur málaflokka 03 og 04 rúmast með hagræðingu innan þess fjárhagramma sem að úthlutað er. Fræðslu- og menningarnefnd óskar eftir því við bæjarráð að fjárhagsrammi málaflokks 05 - menningarmál verði rýmkaður í kr. 50.000.000 til að geta staðið vörð um störf og þjónustu á sviðinu."
Lagt fram til kynningar en beiðni um breytingu á ramma verður tekin til umfjöllunar á milli umræðna bæjarstjórnar.
"Rekstur málaflokka 03 og 04 rúmast með hagræðingu innan þess fjárhagramma sem að úthlutað er. Fræðslu- og menningarnefnd óskar eftir því við bæjarráð að fjárhagsrammi málaflokks 05 - menningarmál verði rýmkaður í kr. 50.000.000 til að geta staðið vörð um störf og þjónustu á sviðinu."
Lagt fram til kynningar en beiðni um breytingu á ramma verður tekin til umfjöllunar á milli umræðna bæjarstjórnar.
Fræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 44. fundur - 10.12.2014
Á 124. fundi bæjarrráðs, mánudaginn 8. desember 2014 var samþykkt viðbótarframlag kr. 2.000.000 til fræðslumála og 1.500.000 til menningarmála.
Viðbótarframlag til fræðslumála fer til Tónlistarskóla Húsavíkur til að mæta kostnaðaraukningu vegna nýs kjarasamnings. Raun kostnaðaraukning er 2.200.000, skólastjóra falið að mæta þeim kostnaði sem að út af stendur innan fjárhagsramma.
Þrátt fyrir viðbótarframlag til menningarmála þarf að skera niður frá áður samþykktri áætlun um 1.600.000. Til að standa vörð um störf og þjónustu á sviðinu eru framlög til lista- og menningarsjóðs og til bæjarhátíða (Mærudaga, Menningarviku á Raufarhöfn og Sólstöðuhátíðar á Kópaskeri) lækkuð um 50%, jafnframt er gerð hagræðingarkrafa til Bókasafns Öxarfjarðar um kr. 130.000.
Viðbótarframlag til fræðslumála fer til Tónlistarskóla Húsavíkur til að mæta kostnaðaraukningu vegna nýs kjarasamnings. Raun kostnaðaraukning er 2.200.000, skólastjóra falið að mæta þeim kostnaði sem að út af stendur innan fjárhagsramma.
Þrátt fyrir viðbótarframlag til menningarmála þarf að skera niður frá áður samþykktri áætlun um 1.600.000. Til að standa vörð um störf og þjónustu á sviðinu eru framlög til lista- og menningarsjóðs og til bæjarhátíða (Mærudaga, Menningarviku á Raufarhöfn og Sólstöðuhátíðar á Kópaskeri) lækkuð um 50%, jafnframt er gerð hagræðingarkrafa til Bókasafns Öxarfjarðar um kr. 130.000.