Fara í efni

Sameiginlegt þjónustusvæði í Þingeyjarsýslum við fólk með fötlun

Málsnúmer 201411067

Vakta málsnúmer

Félags- og barnaverndarnefnd Norðurþings - 44. fundur - 19.11.2014

Fyrir félags- og barnavendarnefnd liggja drög að samningi sveitarfélaga í Þingeyjarsýslum um málefni fatlaðra. Félags- og barnaverndarnefnd leggur til við bæjarstjórn að samningurinn verði samþykktur eins og hann liggur fyrir.

Bæjarstjórn Norðurþings - 42. fundur - 25.11.2014

Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu samningur milli sveitarfélagsins Norðurþings, Þingeyjarsveitar, Skútustaðahrepps, Langanesbyggðar, Svalbarðshrepps og Tjörneshrepps um sameiginlegt þjónustusvæði í Þingeyjarsýslum um þjónustu við fólk með fötlun. Erindið var tekið fyrir á 44. fundi félags- og barnaverndarnefndar þann 19. nóvember s.l.
Eftirfarandi er afgreiðsla nefndarinnar:
"Fyrir félags- og barnaverndarnefnd liggja drög að samningi sveitarfélaga í Þingeyjarsýslum um málefni fatlaðra. Félags- og barnaverndarnefnd leggur til við bæjarstjórn að samningurinn verði samþykktur eins og hann liggur fyrir."


Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi samning samhljóða.