Fara í efni

Umsókn um styrk vegna eldvarnarátaks 2014

Málsnúmer 201412038

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 124. fundur - 08.12.2014

Fyrir bæjarráði liggur beiðni frá Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna um styrk vegna Eldvarnarátaksins 2014. LSS hefur um árabil staðið straum af kostnaði vegna eldvarnarfræðslu til grunnskólabarna og fjölskyldna þeirra. Meginverkefni LSS á sviði er hið árlega Eldvarnarátak sem að þessu sinni fór fram 21 - 28 nóvember s.l.
Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn heimsóttu nemendur í þriðja bekk grunnskóla um allt land, ræddu við þá um eldvarnir og afhentu þeim og fjölskyldum þeirra vandað fræðsluefni um eldvarnir.
Óskað er eftir því að sveitarfélagið leggi Eldavarnarátakinu lið með fjárframlagi.

Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.