Bæjarráð harmar að ríkisvaldið gerir ekki ráð fyrir framlagi í fjárlögum vegna viðhalds og endurnýjunar búnaðar Húsavíkurflugvallar í Aðaldal á árinu 2015. Nauðsynlegt er að endurnýja aðflugsvita, flugbrautarljós og svo er komið viðhald á sjálfa flugbrautina. Viðhald búnaðar vallarins er til að tryggja öryggi farþega sem um völlin fara.
Bæjarráð Norðurþings hvetur ríkisvaldið til að bæta úr þessu áður en vinnu við fjárlög næsta árs verður lokið.
Bæjarráð Norðurþings hvetur ríkisvaldið til að bæta úr þessu áður en vinnu við fjárlög næsta árs verður lokið.