Fara í efni

Sameining og samvinna hafna, skýrsla

Málsnúmer 201501057

Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 51. fundur - 11.02.2015

Á hafnasambandsþingi sem haldið var í Dalvík og Fjallabyggð 4. og 5. september sl. var rætt um að mikilvægt væri að hafnir og sveitarfélög ynnu saman að því að efla starfsemi hafna og gera hverja rekstrareiningu arðbæra.
Stjórn hafnasambandsins var falið að gera úttekt á möguleikum á samvinnu og sameiningu hafnasjóða. Stjórnin fól stefnumótunarnefnd hafnasambandsins þá vinnu og gerði hún óformlega könnun þar sem leitað var eftir viðhorfum ýmissa aðila sem starfa hjá sveitarfélögunum til hugsanlegs samstarfs og sameiningu hafnasjóða.

Skýsla með niðurstöðu könnunarinnar lá fyrir fundinum til kynningar.