Gangbrautir og bílastæði í miðbæ Húsavíkur
Málsnúmer 201502043
Vakta málsnúmerFramkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 51. fundur - 11.02.2015
Mikil fjölgun ferðamanna á Húsavík undanfarin ár hefur kallað á skoðun á umferðarmálum í miðbæ Húsavíkur bæði hvað varðar ökutæki og gangandi umferð.
Nefndin leggur til að gangbraut milli Garðarsbrautar 5 og Garðarsbrautar 6 verði flutt um c.a. 15 metra til suðurs, en núverandi staðsetning hennar skapar hættu vegna grindverks sem skerðir útsýni umferðar á gangandi vegfarendur, sérstaklega börn. Þá verði komið upp skiltum sem vísa á bílastæði við grunn- og framhaldsskóla, en þau eru lítið notuð yfir sumartímann. Komið verði á einstefnu gegnum bílastæði við Stóragarð. Loks verði komið upp stökkstæði (drop off) fyrir rútur meðfram Ketilsbraut 7 til 9 og það merkt með skiltum við afleggjara upp á Stóragarð og Vallholtsveg. Við það fækkar um 10 stæði í miðbænum, en leyst verður úr brýnum vanda við aðkomu hópferðabíla í miðbæ Húsavíkur. Þegar hefur verið komið upp tveimur slíkum stæðum á hafnarsvæðinu.