Óskað er eftir byggingarleyfi fyrir nýju gróðurhúsi á Hveravöllum. Fyrir liggja teikningar unnar af Haraldi Árnasyni. Flatarmál húss er 2.097 m² og rúmmál 14.660 m³.
Skipulags- og byggingarnefnd fellst á uppbyggingu hússins þegar fullnægjandi gögn liggja fyrir sem og samþykki eldvarnareftirlits, heilbrigðiseftirlits og vinnueftirlits. Nefndin áréttar að tímabært sé að vinna deiliskipulag af svæðinu áður en til frekari uppbyggingar kemur.
Skipulags- og byggingarnefnd fellst á uppbyggingu hússins þegar fullnægjandi gögn liggja fyrir sem og samþykki eldvarnareftirlits, heilbrigðiseftirlits og vinnueftirlits. Nefndin áréttar að tímabært sé að vinna deiliskipulag af svæðinu áður en til frekari uppbyggingar kemur.