Fara í efni

Ragnar Hermannsson, Trésmiðjan Rein ehf. f.h. Garðræktarfélags Reykhverfinga hf. sækir um byggingarleyfi fyrir gróðurhús á Hveravöllum

Málsnúmer 201504013

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 127. fundur - 14.04.2015

Óskað er eftir byggingarleyfi fyrir nýju gróðurhúsi á Hveravöllum. Fyrir liggja teikningar unnar af Haraldi Árnasyni. Flatarmál húss er 2.097 m² og rúmmál 14.660 m³.

Skipulags- og byggingarnefnd fellst á uppbyggingu hússins þegar fullnægjandi gögn liggja fyrir sem og samþykki eldvarnareftirlits, heilbrigðiseftirlits og vinnueftirlits. Nefndin áréttar að tímabært sé að vinna deiliskipulag af svæðinu áður en til frekari uppbyggingar kemur.