Ársreikningur samstæðu Norðurþings vegna ársins 2014
Málsnúmer 201504025
Vakta málsnúmerBæjarráð Norðurþings - 137. fundur - 16.04.2015
Fyrir bæjarráði liggur ársreikningur Norðurþings fyrir árið 2014
Fyrir bæjarráð mættu Hólmgrímur Bjarnason og Ragnar Jóhann Jónsson endurskoðendur Deloitte ehf og kynntu ársreikning Norðurþings. Ársreikningi er vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn Norðurþings - 47. fundur - 21.04.2015
Fyrir bæjarstjórn liggur til afgreiðslu fyrri umræða um ársreikning samstæðu Norðurþings fyrir árið 2014. Ársreikningur samstæðu sveitarfélagsins var tekinn til afgreiðslu á 137. fundi bæjarráðs þar sem honum var vísað til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Til máls tóku Kristján, Jónas, Örlygur, Kjartan, Gunnlaugur, Óli, Soffía og Friðrik
Samþykkt samhljóða að vísa ársreikningi til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Samþykkt samhljóða að vísa ársreikningi til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Bæjarstjórn Norðurþings - 48. fundur - 19.05.2015
Fyrir bæjarstjórn liggur ársreikningur Norðurþings til síðari umræðu og endurskoðunurskýrsla.
Til máls tóku: Kristján þór, Soffía, Hjálmar Bogi, Óli, Kjartan, Jónas og Friðrik.
Jónas lagði fram eftirfarandi bókun fyrir hönd minnihlutans:
Í fyrri umræðu um ársreikning Norðurþings á bæjarstjórnarfundi þann 21. apríl kallaði minnihlutinn eftir skýringum á frávikum frá áætlanagerð vegna ársins 2014. Handbært fé hefur lækkað um 111 milljónir frá áætlun, laun hækkað um 126 milljónir fyrir utan hækkun lífeyrisskuldbindinga, fjárfestingar fóru fram úr áætlun um 121 milljón og hvorki árseikningar hafnasjóðs né sorpsamlagsins liggja fyrir. Að þessu sögðu munu fulltrúar minnihlutans sitja hjá við afgreiðslu á ársreikningi 2014.
Jónas Einarsson, Soffía Helgadóttir, Kjartan Páll Þórarinsson og Hjálmar Bogi Hafliðason
Óli, Sif og Friðrik lögðu fram eftirfarandi bókun:
Núverandi meirihluti sveitarstjórnar var myndaður um mitt síðastliðið ár og kom ekki að gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2014 og ber heldur ekki ábyrgð á starfsemi sveitarfélagsins eða rekstri fram að því. Ljóst er að áætlanagerð Norðurþings þarfnast endurskoðunar við og ennfremur blasir við að taka þarf á viðvarandi rekstrarvanda sveitarfélagsins.
Ársreikningur er samþykktur með atkvæðum Friðrkis, Sifjar, Óla, Olgu og Örlygs.
Jónas, Soffía, Kjartan og Hjálmar sátu hjá.
Jónas lagði fram eftirfarandi bókun fyrir hönd minnihlutans:
Í fyrri umræðu um ársreikning Norðurþings á bæjarstjórnarfundi þann 21. apríl kallaði minnihlutinn eftir skýringum á frávikum frá áætlanagerð vegna ársins 2014. Handbært fé hefur lækkað um 111 milljónir frá áætlun, laun hækkað um 126 milljónir fyrir utan hækkun lífeyrisskuldbindinga, fjárfestingar fóru fram úr áætlun um 121 milljón og hvorki árseikningar hafnasjóðs né sorpsamlagsins liggja fyrir. Að þessu sögðu munu fulltrúar minnihlutans sitja hjá við afgreiðslu á ársreikningi 2014.
Jónas Einarsson, Soffía Helgadóttir, Kjartan Páll Þórarinsson og Hjálmar Bogi Hafliðason
Óli, Sif og Friðrik lögðu fram eftirfarandi bókun:
Núverandi meirihluti sveitarstjórnar var myndaður um mitt síðastliðið ár og kom ekki að gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2014 og ber heldur ekki ábyrgð á starfsemi sveitarfélagsins eða rekstri fram að því. Ljóst er að áætlanagerð Norðurþings þarfnast endurskoðunar við og ennfremur blasir við að taka þarf á viðvarandi rekstrarvanda sveitarfélagsins.
Ársreikningur er samþykktur með atkvæðum Friðrkis, Sifjar, Óla, Olgu og Örlygs.
Jónas, Soffía, Kjartan og Hjálmar sátu hjá.