Óskað er eftir leyfi til að leggja slóða að fyrirhugaðri námu í Skurðsbrúnum (E-26A). Slóðinn yrði um 900 m langur frá núverandi vegslóða við Húsavíkurfjall. Leiðin verði notuð sem bráðabirgðaaðkomuleið á námusvæðið meðan námuvegur er ekki tilbúinn.
Skipulags- og byggingarnefnd telur rask við gerð vegslóðans lítið og heimilar því Vegagerðinni að leggja slóðann.
Skipulags- og byggingarnefnd telur rask við gerð vegslóðans lítið og heimilar því Vegagerðinni að leggja slóðann.