Borgarhólsskóli, uppbygging á tæknibúnaði
Málsnúmer 201505029
Vakta málsnúmerFræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 49. fundur - 13.05.2015
Fyrir nefndinni liggur tillaga upplýsingatæknihóps Borgarhólsskóla um uppbyggingu tæknibúnaðar og tölvumála í skólanum. Meðal annars er lagt til að kennurum verði, með sérstökum samningi, gert kleyft að kaupa tölvur með styrk frá skólanum.
Skólastjóri fór yfir stöðu tæknimála og áform skólans um aukna nýtingu tækni í skólanum. Fræðslu- og menningarnefnd óskar eftir nánari útfærslu og tillögum að tölvukaupasamningi fyrir kennara sem lögð verði fyrir nefndina.