Erindi frá Golfklúbbi Húsavíkur
Málsnúmer 201505044
Vakta málsnúmerFramkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 57. fundur - 13.05.2015
Golfklúbbur Húsavíkur sendir Norðurþingi eftirfarandi bréf sem snýr að ástandi vegarins að Katlavelli:
Vegurinn frá þjóðvegi nr. 85 að Katlavelli er í slæmu ásigkomulagi. Sá vegur þjónustar jafnframt námuna í sjálfum Kötlunum. Um þessar mundir er efnistaka í námunni og því talsverð þungaumferð um veginn. Jafnframt má gera ráð fyrir að umferð vegna þessa aukist er líður á sumar. Golfsumarið fer senn að hefjast og við það eykst umferð um veginn enn frekar.
Ljóst má vera að bregast þarf við; umferð vörubíla sem aka í kapp við tíma og fólksbílar á leið á Katlavöll þarf að fara saman og því er brýnt að bæta ástand vegarins.
Stjórn Golfklúbbs Húsavíkur óskar eftir upplýsingum um hvaða framkvæmdir Norðurþings hyggst fara í vegna ástands vegarins.
f.h. stjórnar GH
Björg Jónsdóttir
Varaformaður
Vegurinn frá þjóðvegi nr. 85 að Katlavelli er í slæmu ásigkomulagi. Sá vegur þjónustar jafnframt námuna í sjálfum Kötlunum. Um þessar mundir er efnistaka í námunni og því talsverð þungaumferð um veginn. Jafnframt má gera ráð fyrir að umferð vegna þessa aukist er líður á sumar. Golfsumarið fer senn að hefjast og við það eykst umferð um veginn enn frekar.
Ljóst má vera að bregast þarf við; umferð vörubíla sem aka í kapp við tíma og fólksbílar á leið á Katlavöll þarf að fara saman og því er brýnt að bæta ástand vegarins.
Stjórn Golfklúbbs Húsavíkur óskar eftir upplýsingum um hvaða framkvæmdir Norðurþings hyggst fara í vegna ástands vegarins.
f.h. stjórnar GH
Björg Jónsdóttir
Varaformaður
Nefndin felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að kanna kostnað við mismunandi útfærslur við lagfæringu vegarins.