Hestamannfélagið Grani, ósk um lagningu reiðleiðar norður úr Húsavíkurbæ
Málsnúmer 201505103
Vakta málsnúmerFramkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 58. fundur - 03.06.2015
Hestamannafélagið leggur fram kort með tillögu að nýrri reiðleið norðan Húsavíkur neðan gamla þjóðvegar sunnan við Bakka.
Skv. núgildandi aðalskipulagi er ekki gert ráð fyrir reiðleið vestan þjóðvegar norðan við Húsavík. Erindinu er vísað til skipulags- og bygginganefndar til afgreiðslu.
Skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 130. fundur - 14.07.2015
Óskað er eftir því að gerð verði reið- og gönguleið frá gamla vegi við Skjólbrekku, yfir/undir fyrirhugaðan Bakkaveg, niður á Skjólbrekkuhaus og þaðan með sjávarbökkum að Bakka.
Við gerð aðalskipulags Norðurþings 2010-2030 var samráð haft við hestamenn og teiknaðar upp reiðleiðir við Húsavík. Sú tillaga sem fram kemur í erindi samræmist ekki aðalskipulagi eða framtíðarnotkun Bakkalands og verður að teljast óheppileg í ljósi þeirrar umferðar sem verður um Bakkaveg.
Skipulags- og byggingarnefnd fellst því ekki á umrædda framkvæmd.
Við gerð aðalskipulags Norðurþings 2010-2030 var samráð haft við hestamenn og teiknaðar upp reiðleiðir við Húsavík. Sú tillaga sem fram kemur í erindi samræmist ekki aðalskipulagi eða framtíðarnotkun Bakkalands og verður að teljast óheppileg í ljósi þeirrar umferðar sem verður um Bakkaveg.
Skipulags- og byggingarnefnd fellst því ekki á umrædda framkvæmd.