Mærudagur 2015 - Sölubásar við Húsavíkurhöfn
Málsnúmer 201507009
Vakta málsnúmerFramkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 60. fundur - 07.07.2015
Heiðar Hrafn Halldórsson mærudagsprins kynnti fyrir hugaðan Mærudag 2015. Líkt og undanfarin ár verður talsverð starfsemi og viðburðir á hafnarsvæðinu á Húsavík.
Framkvæmda- og hafnanefnd samþykkir að fela hafnastjóra í samráði við framkvæmdaaðila Mærudags að úthluta svæðum til aðila og innheimta aðstöðugjald sem rennur til Húsavíkurstofu sem framkvæmdaaðila Mærudags 2015. Jafnframt felur nefndin hafnastjóra í samráði við framkvæmdaaðila að loka hafnasvæðinu fyrir akandi umferð á ákveðnum tímum á meðan hátíðin fer fram.