Óskað er eftir samþykki til að setja niður listaverkið Strandfugla eftir Sigurjón Pálsson á þaki verbúðarhúss hafnarsjóðs. Verkið sjálft felst í þremur stílfærðum fuglum úr tré og stáli. Stærsti fuglinn er um tveir metrar að lengd og einn og hálfur metri að hæð. Verkinu fylgir upplýsingaplata úr kopar sem ætlunin er að setja á innanverða brjóstvörnina.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið.