Gullmolar ehf. óska eftir stöðuleyfi fyrir bragga á lóðinni að Höfða 9
Málsnúmer 201507025
Vakta málsnúmerSkipulags- og byggingarnefnd Norðurþings - 132. fundur - 15.09.2015
Óskað er eftir byggingarleyfi fyrir þremur bogaskemmum á lóðinni að Höfða 9. Fyrir liggja rissmyndir af útliti og afstöðu húsanna. Jafnframt er óskað eftir leyfi til að reisa 1,8 m háa girðingu umhverfis lóð Höfða 9 eins og fram kemur á myndunum. Fyrir liggur skriflegt samþykki nágranna fyrir mannvirkjunum.
Hliðstætt erindi var áður til umfjöllunar á fundi skipulags- og byggingarnefndar á fundi 14. júlí s.l. og þar kom fram að nefndinni hugnuðust ekki þau frávik frá gildandi deiliskipulagi sem lagt var upp með. Nú hefur fyrirhuguð uppbygging verið útfærð nánar og horft til snyrtilegs frágangs á lóðinni allri.
Skipulags- og byggingarnefnd fellst á framkvæmdirnar fyrir sitt leyti og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.
Hliðstætt erindi var áður til umfjöllunar á fundi skipulags- og byggingarnefndar á fundi 14. júlí s.l. og þar kom fram að nefndinni hugnuðust ekki þau frávik frá gildandi deiliskipulagi sem lagt var upp með. Nú hefur fyrirhuguð uppbygging verið útfærð nánar og horft til snyrtilegs frágangs á lóðinni allri.
Skipulags- og byggingarnefnd fellst á framkvæmdirnar fyrir sitt leyti og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.
Skipulags- og byggingarnefnd fellst ekki á þá uppbyggingu sem lagt er upp með. Fyrirhuguð mannvirki eru ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag og nefndinni hugnast ekki útlit þeirra.