Fara í efni

Gjaldskrá hafna Norðurþings

Málsnúmer 201508069

Vakta málsnúmer

Framkvæmda- og hafnanefnd Norðurþings - 61. fundur - 19.08.2015

Gera þarf breytingar á gjaldskrá Hafnasjóðs Norðurþings.
Nefndin samþykkir eftirfarandi breytingar á gjaldskránni:

8. grein orðist svona með áorðnum breytingum;

?Af vörum fluttum með reglulegum strandsiglingum er veittur 50% afsláttur af vörugjöldum í hverjum verðflokki. Af vörum sem fara eiga til útlanda en umskipað er í innlendri höfn skal greiða fullt vörugjald í fyrstu lestunarhöfn. Af vörum sem koma frá útlöndum og fara eiga áfram til útlanda er heimilt að innheimta fullt vörugjald þegar að vörurnar eru fluttar í land".


Í 12. grein bætist við 4. flokkur sem orðast svona;

?4. fl: Gjald kr. 1.600,- fyrir hvert tonn:

a)Vélar og tæki hvers konar og varahlutir til þeirra, svo sem heimilis- og skrifstofuvélar, bifreiðar, bifhjól, reiðhjól, hjólbarðar, bátar, flugvélar, hreyflar, mælitæki, húsbúnaður, vefnaðarvara og fatnaður. Útvarps- og sjónvarpstæki, hljóðfæri, úr, klukkur, myndavélar, sjónaukar, glysvarningur allskonar, vín, tóbak, sælgæti, snyrtivörur og lyf.

b) Vörur sem ekki verða flokkaðar annars staðar eftir þyngd".

4. flokkur áður verður 5. flokkur nú.

Engar breytingar að öðru leyti og hafnarstjóra falið að auglýsa þessar breytingar í Stjórnartíðindum.