Bæjarráð Norðurþings fagnar því að íslensk stjórnvöld og stök sveitarfélög hafi lýst vilja til að taka á móti flóttamönnum. Mikilvægt er að þær þjóðir og þau samfélög sem geta, axli ábyrgð og geri sitt til að létta á vanda þar sem brýn þörf krefur. Norðurþing hefur góðar aðstæður til að leggja lóð á vogarskálarnar og greiða fyrir því að flóttamönnum verði sköpuð ný tækifæri og góð lífsskilyrði. Í Norðurþingi er öflugt og fjölbreytt samfélag, töluvert framboð atvinnu og góður grunnur til að taka á móti nýjum íbúum og þar á meðal flóttafólki. Þá er töluverð reynsla í samfélögum Norðurþings í móttöku nýbúa. Því má ljóst vera að sveitarfélagið er vel í stakk búið til að veita flóttafólki skjól og leggja þannig sitt af mörkum til mannúðarmála í heiminum.
Móttaka flóttamanna verði þegar tekin til umfjöllunar í félags- og barnaverndarnefnd, fræðslu- og menningarnefnd og tómstunda- og æskulýðs Norðurþings til umfjöllunar og útfærslu, s.s. varðandi fjárhagslega þætti og samstarf við mannúðar- og félagasamtök. Bæjarstjóra jafnframt falið að hafa samband við velferðarráðuneytið og óska eftir viðræðum um að sveitarfélagið geti við fyrsta tækifæri tekið á móti flóttafólki.
Móttaka flóttamanna verði þegar tekin til umfjöllunar í félags- og barnaverndarnefnd, fræðslu- og menningarnefnd og tómstunda- og æskulýðs Norðurþings til umfjöllunar og útfærslu, s.s. varðandi fjárhagslega þætti og samstarf við mannúðar- og félagasamtök. Bæjarstjóra jafnframt falið að hafa samband við velferðarráðuneytið og óska eftir viðræðum um að sveitarfélagið geti við fyrsta tækifæri tekið á móti flóttafólki.