Fara í efni

Brú yfir Skjálfandafljót

Málsnúmer 201510120

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Norðurþings - 156. fundur - 29.10.2015

Samhliða iðnaðar uppbyggingar á Bakka við Húsavík hefur orðið umtalsverð aukning á þungaflutningum milli Akureyrar og Húsavíkur og í ljósi þess að þungatakmarkanir eru á brúnni yfir Skjálfandafljót í Útkinn er ljóst að brúin er orðin verulegur flöskuháls í vegakerfinu milli ofangreindra staða. Vegna þessa þurfa stærri flutningabílar að fara yfir Fljótsheiði sem getur verið farartálmi að vetri til og eykur auk þess kostnað flutningsaðila og viðskiptavina þeirra talsvert. Bæjarráð Norðurþings beinir þeim óskum til Vegagerðarinnar og ríkisvaldsins að uppbyggingu á nýrri brú yfir Skálfandafljót í Útkinn verði hraðað eins og nokkur kostur er vegna þess ástands sem skapast hefur vegna þungatakmarkana