Halldór Valdimarsson f.h. Gafls félags um Þingeyskan byggingararf sendir ályktun af aðalfundi félagsins þar sem sveitarfélagið er hvatt til að láta gera húsakannanir
Gafl, félag um þingeyskan byggingararf hvetur skipulags- og byggingarnefnd Norðurþings til að standa að gerð húsakannana sem víðast í Norðurþingi áður en hafist verði handa við að breyta eða fjarlægja merkar byggingar í sveitarfélaginu.
Skipulags- og byggingarnefnd hefur á undanförnum árum unnið að húsakönnunum í sveitarfélaginu í tengslum við deiliskipulagsgerð. Ljóst er að fjárveitingar til húsakannana hafa verið af skornum skammti til þessa og betur má ef duga skal. Nefndin lýsir yfir fullum vilja til að standa að gerð húsakannana eftir því sem fjárveitingar duga.
Skipulags- og byggingarnefnd hefur á undanförnum árum unnið að húsakönnunum í sveitarfélaginu í tengslum við deiliskipulagsgerð. Ljóst er að fjárveitingar til húsakannana hafa verið af skornum skammti til þessa og betur má ef duga skal. Nefndin lýsir yfir fullum vilja til að standa að gerð húsakannana eftir því sem fjárveitingar duga.