Læsisstefna Norðurþings
Málsnúmer 201601011
Vakta málsnúmerFræðslu- og menningarnefnd Norðurþings - 56. fundur - 13.01.2016
Samkvæmt samningi Norðurþings og Menntamálaráðuneytisins, Þjóðarsáttmála um læsi, ber sveitarfélaginu að setja sér markvissa læsisstefnu í samræmi við ákvæði í aðalnámskrá leik- og grunnskóla. Fyrir nefndinni liggur að taka afstöðu til þess hvernig stefnan skuli unnin.
Fræðslu- og menningarnefnd felur fræðslufulltrúa að mynda starfshóp sem vinnur að gerð læsisstefnu sveitarfélagsins.