Óskað er eftir leyfi til breytinga og endurbóta á húsnæði Olís að Garðarsbraut 62-64. Breytingar felast í sameiningu rýma, heildarendurnýjun innanhúss og breytingum skipulags, gluggasetningum breytt og utanhússklæðningar endurnýjaðar, fremri þakkantur endurnýjaður og sett upp verönd við vesturhlið. Meðfylgjandi umsókn eru teikningar unnar af Gunnari Erni Sigurðssyni hjá ASK arkitektum ehf.
Skipulags- og byggingarnefnd fellst á þær breytingar sem fyrirhugaðar eru og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi þegar fyrir liggja jákvæðar umsagnir eldvarnareftirlits, heilbrigðiseftirlits og vinnueftirlits.
Skipulags- og byggingarnefnd fellst á þær breytingar sem fyrirhugaðar eru og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi þegar fyrir liggja jákvæðar umsagnir eldvarnareftirlits, heilbrigðiseftirlits og vinnueftirlits.