Tæming rotþróa dreifbýli NÞ
Málsnúmer 201602104
Vakta málsnúmerFramkvæmdanefnd - 1. fundur - 24.02.2016
Fyrir fundinn liggur tillaga um að Norðurþing hafi forgöngu um tæmingu rotþróa í sveitafélaginu.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið að skipuleggja og kom á losun rotþróa innan sveitafélagsins, kanna verð og áhuga íbúa.
Framkvæmdanefnd - 4. fundur - 11.05.2016
Vinna þarf nýja fráveitusamþykkt uppúr þeim samþykktum sem fyrirliggjand eru og fá hana samþykkta og auglýsta.
Óska skal eftir tilboðum frá þeim aðilum sem sinna tæmingu, í að tæma allar rotþrær í Reykjahverfi. Nota skal tilboðið sem grunn að fráveitugjaldi sem húseigendur verðar rukkaðir um.
Sveitafélagið leitast við að ná sem hagstæðustu verðum í losanir og losun verður boðin allsstaðar í sveitafélaginu.
Með þessu móti fæst ákjósanleg leið til að tryggja íbúum sem ódýrasta þjónustu.
Óska skal eftir tilboðum frá þeim aðilum sem sinna tæmingu, í að tæma allar rotþrær í Reykjahverfi. Nota skal tilboðið sem grunn að fráveitugjaldi sem húseigendur verðar rukkaðir um.
Sveitafélagið leitast við að ná sem hagstæðustu verðum í losanir og losun verður boðin allsstaðar í sveitafélaginu.
Með þessu móti fæst ákjósanleg leið til að tryggja íbúum sem ódýrasta þjónustu.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið að vinna að fráveitusamþykkt fyrir sveitarfélagið í samræmi við lýsingu og leggja fyrir næsta fund.
Framkvæmdanefnd - 5. fundur - 15.06.2016
Kynnt staðan á þessu verkefni.
Farið yfir stöðu málsins og stefnt að því að samþykkja fráveitusamþykkt á næsta fundi nefndarinnar.