Lóðir í Suðurfjöru
Málsnúmer 201602127
Vakta málsnúmerFramkvæmdanefnd - 1. fundur - 24.02.2016
Í kynningu er nú breyting deiliskipulags suðurhafnar á Húsavík (sjá nánar á nordurthing.is). Jafnframt er nú unnið að uppfyllingum á svæðinu í tengslum við gerð Bakkavegar. Því er horft til þess að á næstu mánuðum verði þar tilbúnar til úthlutunar allt að sjö nýjar athafnalóðir. Lóðunum hefur þegar verið sýndur umtalsverður áhugi og komin er formleg umsókn um tvær þeirra til sveitarfélagsins.
Framkvæmdanefnd telur mikilvægt að unnt verði að ráðstafa lóðum á svæðinu sem fyrst eftir að breytt deiliskipulag hefur öðlast gildi. Nefndin felur því framkvæmda- og þjónustufulltrúa að auglýsa eftir aðilum sem kynnu að hafa áhuga fyrir þeim lóðum sem tilbúnar verða í sumar. Áhugasamir yrðu að gera skýra grein fyrir uppbyggingaráformum á lóðunum og yrðu þau áform lögð til grundvallar úthlutun lóðanna.