Umsókn um byggingarleyfi vegna breytinga á áður samþykktu byggingarleyfi
Málsnúmer 201603030
Vakta málsnúmerSkipulags- og umhverfisnefnd - 1. fundur - 08.03.2016
Óskað er eftir samþykki fyrir breyttum teikningum af húsi á lóðinni að Höfða 7. Fyrirhuguð bygging verði geymsluhúsnæði í fjórum eignarhlutum. Húsið verði byggt úr stálgrind og klætt með PIR samlokueiningum. Milliloft verði fellt út frá fyrri teikningum og bætt við reyklosun úr hverju rými.
Eldvarnareftirlit gerir nokkrar athugasemdir við innfærðar eldvarnir.
Eldvarnareftirlit gerir nokkrar athugasemdir við innfærðar eldvarnir.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti þær breytingar sem felast í nýjum teikningum og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn liggja fyrir. Þar verði m.a. tekið tillit til sjónarmiða eldvarnareftirlits.