Kynning á breytingum á húsaleigu félagslegra íbúða hjá Norðurþingi
Málsnúmer 201604016
Vakta málsnúmerFélagsmálanefnd - 2. fundur - 14.04.2016
Félagsmálastjóri fer yfir þær breytingar sem hafa orðið á leigu félagslegra íbúða.
Félagsmálastjóra er falið að vinna samantekt á auknum kostnaði leigjenda félagslegra leiguíbúða við breytingar á leigusamningi.
Félagsmálanefnd - 3. fundur - 10.05.2016
Félagsmálastjóri var falið á síðasta fundi nefndarinnar þann 14.4.2016 að vinna samantekt á auknum kostnaði leigjenda félagslegra leiguíbúða hjá Norðurþingi í kjölfar breytinga á leigusamningi.
Félagsmálastjóra falið að vinna drög að ramma varðandi sérstakar húsaleigubætur og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar. Ljóst er að sækja þarf um auka fjárveitingu til Byggðaráðs.
Félagsmálastjóra falið að vinna drög að ramma varðandi sérstakar húsaleigubætur og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar. Ljóst er að sækja þarf um auka fjárveitingu til Byggðaráðs.
Félagsmálanefnd - 4. fundur - 09.06.2016
Félagsmálastjóri fór yfir ramma varðandi sérstakar húsaleigubætur í Norðurþingi eftir hækkun húsaleigu í félagslegum leiguíbúðum Norðurþings fyrir árið 2016 og drög að reglum varðandi þær.
Félagsmálanefnd samþykkir reglur um sérstakar húsaleigubætur hjá Norðurþingi og vísar þeim til sveitastjórnar.
Félagsmálanefnd samþykkir reglur um sérstakar húsaleigubætur hjá Norðurþingi og vísar þeim til sveitastjórnar.
Sveitarstjórn Norðurþings - 59. fundur - 21.06.2016
Á 4. fundi félagsmálanefndar Norðurþings var eftirfarandi bókað:
"Félagsmálastjóri fór yfir ramma varðandi sérstakar húsaleigubætur í Norðurþingi eftir hækkun húsaleigu í félagslegum leiguíbúðum Norðurþings fyrir árið 2016 og drög að reglum varðandi þær. Félagsmálanefnd samþykkir reglur um sérstakar húsaleigubætur hjá Norðurþingi og vísar þeim til sveitastjórnar."
"Félagsmálastjóri fór yfir ramma varðandi sérstakar húsaleigubætur í Norðurþingi eftir hækkun húsaleigu í félagslegum leiguíbúðum Norðurþings fyrir árið 2016 og drög að reglum varðandi þær. Félagsmálanefnd samþykkir reglur um sérstakar húsaleigubætur hjá Norðurþingi og vísar þeim til sveitastjórnar."
Til máls tók: Örlygur.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi reglur um sérstakar húsaleigubætur hjá Norðurþingi.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi reglur um sérstakar húsaleigubætur hjá Norðurþingi.