Umsjónamaður fasteigna Norðurþings sækir um fyrir hönd framkvæmdanefndar heimild til niðurrifs mjölskemmu á Raufarhöfn
Málsnúmer 201604125
Vakta málsnúmerSkipulags- og umhverfisnefnd - 3. fundur - 10.05.2016
Óskað er eftir heimild til að rífa mjölskemmuna við Aðalbraut 20-22 á Raufarhöfn. Fyrirhugað er að auglýsa skemmuna til sölu og því haldið opnu að væntanlegur kaupandi hefði hug á flutningi burðarvirkissins. Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði nefndinni grein fyrir ástandi hússins.
"Raufarhöfn er í verkefni "Brothættar byggðir" og er lykilatriði fyrir heimamenn að mjölskemman fái viðhald en verði ekki rifin. Ekki er ásættanlegt að rífa eitthvað niður sem hægt er að gera eitthvað úr en það kostar fjármagn og er vitað. Vesturhliðina þarf að laga, þak og stafna og hægt að auka leigutekjur ef skemman yrði vatns- og vindheld. Því leggst ég gegn því að leyfi verði veitt til niðurrifs skemmunar. Ég óska eftir að erindinu verði vísað til nýstofnaðs hverfisráðs eða íbúasamtaka Raufarhafnar."
Skipulags- og umhverfisnefnd óskar umsagnar Hverfisráðs Raufarhafnar áður en hún tekur afstöðu til þessa erindis.